Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Drög að samningi um Icesave ekki samþykkt af ráðherrum
Deilur um Icesave halda áfram.Grein Indriða G.Halldórssonar aðstoðarmanns fjármálaráðherra hefur vakið mikla athygli en í henni upplýsti hann að í tíð fyrri stjórnar hefðu legið fyrir drög að fullfrágengnum samningi um Icesave.Samningsdrögin voru síðan birt í gær og hafa valdið miklu fjaðrafoki.Í rauninni er þó ekki mikið nýtt sem kemur fram í grein Indriða. Það hefur lengi legið fyrir að fyrri ríkisstjórn var reiðubúin að fallast á að sparifjáreigendum,sem lögðu inn á Icesave ytra yrðu greiddar rúmar 20 þús. evrur pr. kennitölu eins og tilskipun ESB kveður á um.Og einnig hefur það verið vitað að stjórn Geirs H,Haarde vildi fara samningaleiðina en ekki dómstólaleiðina.Það sem er ef til vill nýtt í málinu er að drög að samningi á þessum grundvelli hafi legið fyrir.Samningurinn var gerður af embættismönnum undir forustu Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra Árna Mathiesen.Ríkisstjórnin hafði hins vegar ekki samþykkt þennan samning.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.