Starfsmaður Landsbanka ákærður fyrir fjárdrátt

Fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsbankans hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt, en mál gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Manninum er gefið að sök að hafa dregið sér tæplega 120 milljónir króna, með því að millifæra upphæðina af innlendum gjaldeyrisreikningi félags, sem ákærði var stjórnarformaður í á vegum bankans, yfir á eigin bankareikning. Daginn eftir lét hann svo millifæra sömu fjárhæð yfir á annan bankareikning í sinni eigu.

Maðurinn neitar sök og skilaði greinargerð vegna málsins við fyrirtöku þess í dag. Hann segist hafa verið að bjarga peningunum, því óljóst væri hvort neyðarlög ríkisstjórnarinnar næðu yfir innistæður erlendra reikningseigenda.ruv.,is)

Mál þetta er mjög sérstakt. Maðurinn segist hafa ætlað að "bjarga" peningunum og geyma þá.Hvort sem maðurinn er sekur eða saklaus er það undarlegt,að einu dómsmálin sem farið hafa í gang vegna hruns bankanna eru alger smámál eins og það sem hér er rætt um og mál Baldurs Guðlaugssonar. En stórfelld svik í bönkunum,sem bankastjórar og eigendur bankanna eru aðilar að, liggja óhreyfð.Ekki hefur verið höfðað mál gegn neinum bankastjóra eða eiganda banka.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband