Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Dýrt að versla í Kosti
22% verðmunur reyndist á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslununum á þriðjudag. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 14.736 krónur en dýrust í Kosti þar sem hún kostaði 17.920. Verðmunurinn er 3.184 krónur. Aðeins 111 kr. verðmunur var á körfunni í Krónunni og Nettó.(visir,.is) .
Það er hörð samkeppni meðal lágvöruverðsverslana.Bónus er alltaf með lægsta verðið en Krónan og Netto fylgja fast á eftir. Nú hefur ný lágvöruverðsverslun bætst við þ.e. Kostur í Kópavogi.En samkvæmt könnun ASÍ er Kostur með hæsta verð lágvöruverðsverslana. Svo ekki dregur Kostur marga viðskiptavini frá Bónus meðan svo er.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.