Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Vetrarjass í Reykjavík
Vetrarjazzdagar hefjast í Reykjavík í dag. Þrettán tónleikar verða haldnir á hátíðinni, en henni lýkur á mánudag. Tríó Reynis Sigurðssonar ríður á vaðið með tónleikum á Kúltúra við Hverfisgötu í kvöld, en þar í kjallaranum leikur einnig Hljómsveit Guðjónsson-bræðra. Hátíðinni lýkur á mánudag, með tónleikum í kjallara Kúltúra, þar sem Bebop félagið ,,rekur síðasta naglann í Vetrarjazzinn 2010", undir yfirskriftinni ,,Dauðateygjurnar".
Tónleikar hátíðarinnar verða ekki eingöngu á Kúltúra. Sigurður Flosason heldur útgáfutónleika í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag og norrænir djasstónlistarmenn láta að sér kveða í Norræna húsinu á föstudag og laugardag. Útvarpað verður beint á Rás 1 frá tónleikum Pelbo/Plop í Norræna húsinu á laugardaginn kemur. Þar koma fram tvær af efnilegustu djasssveitum Norðurlanda. Útsendingin hefst klukkan 17:05.(ruv,is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.