Sjálfstæðisflokkur og VG stærstir hjá Frjálsri verslun

Sjálfstæðisflokkurinn mældist stærstur í könnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið Heimur dagana 5. - 10. febrúar. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með um 35% fylgi, Vinstri græn með 26% fylgi, Samfylkingin með 22% fylgi og Framsóknarflokkurinn með 15% fylgi. Aðrir flokkar mælast með 2%, en það eru Frjálslyndi flokkurinn, Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Besti flokkurinn.

Miðað við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkurinn 22-23 þingmenn, Samfylkingin fengi 14, Framsóknarflokkurinn 10, Vinstri græn 16-17 en aðrir fengu enga þingmenn.

Miðað við 95% vissu eru vikmörkin +/-5,0%. Þetta þýðir t.d. að í spá um fjölda þingmanna Samfylkingar, VG og Sjálfstæðismanna gæti munað 2-3 þingmönnum til eða frá. Hjá hinum flokkunum er óvissan minni í prósentustigum talið eða 1-2 þingsæti.
(visir,is)

Af einhverjum ástæðum mælist Sjálfstæðisflokkurinn alltaf stærri í könnun Frjálsrar verslunar en hjá Gallup og Samfylking mælist minni.Hafa verður þetta í huga þegar könnun Frjálsrar verslunar er skoðuð.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband