Byggðastofnun fær aukið fjármagn

Eigið fé Byggðastofnunar verður aukið um 3,6 milljarða til að stuðla að atvinnuuppbyggingu. Stefnt er að því að 500-700 milljónir verði settar í uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða. Þetta eigi að fjármagna með einhverskonar gjaldtöku á ferðamönnum, en það hefur ekki verið útfært. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem ríkisstjórnin boðaði til í hádeginu.

Einnig á aftur að setja á stofn Lánatryggingasjóð kvenna og undibúningur hafinn á því að koma á fót sérstökum fjárfestingasjóði fyrir svokallaða viðskiptaengla, þ.e. menn sem vilji leggja fjármuni í viðskiptahugmyndir.  Einnig er stefnt að því að koma á nýju fyrirkomulagi lánatrygginga vegna uppbyggingar og verðmætasköpunar frumkvöðla.

Nýsköpunarmiðstöð ætlar að ýta úr vör verkefninu Viðhald og verðmæti sem unnið verði í samvinnu við Íbúðalánasjóð, iðnaðarmenn í héraði og byggingarefnissala. Iðnaðarráðherra gerir ráð fyrir að þúsundir starfa verði til með aðgerðunum.(ruv.is)

Það er fagnaðarefni,að ríkisstjórnin skuli efna Byggðastofnun. Sú stofnun hefur mikilvægu hlutverki að gegna,ekki síst nú þegar auka þarf atvinnu í landinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband