Á að banna útrásarvíkingum að reka fyrirtæki?

Alnennningur er mjög óánægður með framgöngu svokallaðra útrásarvíkinga.Margir vilja banna þeim að reka fyrirtæki á Íslandi.Er það unnt? Það getur reynst erfitt.Ég tel,að ekki sé unnt að banna þessum mönnum að reka fyrirtæki,nema þeir hafi orðið brotlegir við lög. Það þarf því að byrja á því að hraða rannsókn mála hjá þessum mönnum,hjá sérstökum saksóknara og fjármálaeftirliti.Þeir sem reynast sekir eiga ekki að koma nálægt atvinnurekstri.En geta ekki bankarnir útilokað þessa menn? Þeir eiga erfitt með það. Þeir geta sett almennar starfsreglur,varðandi afskriftir  og stefnu varðandi fyrirgreiðslu til þeirra sem eru að missa eða hafa misst fyrirtæki sín.Arion hefur sett þá starfsreglu að láta ekki menn stjórna fyrirtækjum,sem bankinn hefur tekið yfir,nema þeir njóti trausts. Það er ágæt starfsregla.Ekki duga upphrópanir í þessum málum. Við búum í réttarríki og það verður að vinna samkvæmt því. En mér finnst sorglegur seinagangur í rannsókn mála vegna bankahrunsins. Þaö þarf að hraða þessum málum ölllum. Hinir seku eiga að fá makleg málagjöld.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband