Jóhanna: Þeir sem eru í rannsókn fái ekki afskriftir lána

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur óeðlilegt að þeir sem séu í rannsókn hjá sérstökum saksóknara fái fyrirgreiðslu og afskriftir áður en niðurstaða er komin í rannsóknina. Þetta sagði Jóhanna á blaðamannafundi í stjórnarráðinu nú í hádeginu.

Jóhanna segir ótækt að horfa upp á ofurlaun og annað sem þessir menn fái í gegnum samninga. Þeir eigi að sjá sóma sinn í því að víkja til hliðar á meðan rannsóknin er í gangi og þar til búið sé að hreinsa þá.

Hún sagði jafnframt að fundahöld vegna Icesave séu fyrirhuguð með Bretum og Hollendingum eftir helgina og telur að í lok næstu viku eigi að vera ljóst hvort nýir samningar náist eða ekki.(ruv.is)

Þetta er róttækt sjónarmið hjá Jóhönnu og margir munu taka undir með henni. Gallinn er aðeins  sá að rannsókn og málaferli taka alltof langan tíma.Það er brýn nauðsyn að hraða rannsókn og málsóknum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband