Föstudagur, 12. febrúar 2010
Össur ræddi við nýjan stækkunarstjóra ESB
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Stefan Füle, sem tók í vikunni við stöðu framkvæmdastjóra stækkunarmála í nýrri framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Þetta kom fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
Þeir ræddu stöðu mála á Íslandi, meðal annars viðræður stjórnmálaflokkanna um lausn Icesave.
Þá ræddu þeir aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og gerði Füle utanríkisráðherra grein fyrir undirbúningi álits framkvæmdastjórnarinnar á íslensku umsókninni, sem væntanlegt er.
(visir,is)
Vonandi gengur aðildarferli Islands að ESB vel fyrir sig.Ísland þarf að fá aðild að ESB sem fyrst og við þurfum flýtimeðferð fyrir aðild að myntbandalaginu svo við getum tekið upp evru sem fyrst.Krónan er ónýt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.