Myntkörfulán dæmt ólöglegt

Samtökin Nýtt Ísland, sem staðið hafa að mótmælum á Austurvelli, undanfarna laugardaga fagna dómi vegna ólögmætis myntkörfulána sem dæmt var látakenda í vil í gær í Héraðsdómi.

Myntkörfulán eru ólögmæt samkvæmt niðurstöðu dómsins en viðskiptavinur fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar stefndi fyrirtækinu vegna kaupleigusamnings á bifreið en hluti lánsins var gengistryggður.

Samningurinn var gerður árið 2006. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði samningsins um gengistryggingu væri í raun ólögmæt verðtrygging þar sem lánið hafi verið veitt í íslenskum krónum. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað.(visir,is)

Þessi dómur er mjög merkur og getur verið stefnumarkandi. Sjálfsagt verður honum áfrýjað. Bent hefur verið á ,að stefnandi hafi ekki sett fram neina varakröfu,sennilega vegna þess að stefnandi hefur talið sigf öruggan um sigur.

 

Björgvin Guðmundsson







« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband