Árni Páll bað heyrnarlausa afsökunar

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra bað heyrnarlausa afsökunar á langri sögu „mistaka, fordóma og forræðishyggju" sem einkennt hefði viðhorf stjórnvalda til heyrnarlausra um áratugaskeið.

Í ávarpi sem ráðherrann hélt við opnun 50 ára afmælishátíðar Félags heyrnarlausra sagði hann:

„Áratugum saman meinuðu stjórnvöld heyrnarlausum að njóta tjáskipta á því máli sem þið áttuð möguleika á að tileinka ykkur, táknmálinu. Afleiðingin varð sú að margar kynslóðir heyrnarlausra fóru á mis við þau tækifæri til þroska og menntunar sem okkur finnst öllum sjálfsagt að njóta. Einangrun heyrnarlausra varð verri en hún hefði þurft að vera." -(visir.is)

Þetta var gott skréf hjá Árna Páli,að biðja heyrnarlausa afsökunar.Hann ætti  einnig að biðja aldraða og öryrkja afsökunar á því að hafa skert kjör þeirra og látið undir höfuð leggjast að leiðrétta kjör þeirra til samræmis við launahækkun á almennum markaði.Ég skora á ráðherrann að gera það. Hann yrði maður að meiri.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband