Laugardagur, 13. febrúar 2010
Umboðsmaður alþingis vildi ekkert gera í málefnum aldraðra
Landssamband eldri borgara snéri sér til umboðsmanns alþingis og kvartaði yfir kjaraskerðingu þeirri sem eldri borgarar hafa orðið fyrir af hálfu stjórnvalda.Sérstaklega var kvartað yfir því að grunnlífeyrir væri felldur niður og skertur verulega en þegar almannatryggingar voru stofnsettar var tekið skýrt fram að hálfu stjórnvalda að almannatryggingar ættu að ná til allra án tillits til stéttar og efnahags.Þetta grundvallarmarkmið trygginganna hefur verið brotið með niðurfellkingu grunnlífeyris hjá mörgum og mikilli skerðingu hjá öðrum. Umboðsmaður vildi ekkert gera í þessum málum heldur vísaði í dómstóla. I lögum um málefni aldraðra segir að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.Það lagaákvæði hefur verið brotið án þess að umboðsmaður alþingis hreyfði legg eða lið.Launþegar,með 220 þús á mánuði og minna fengu kauphækkun 1.júlí sl. og aftur 1.nóv.sl. En um leið og kaupið hækkaði hjá launþegum 1.júlí sl. voru laun lífeyrisþega lækkuð.Þetta er algert brot á lagaákvæðinu um jafnrétti í lögum um málefni aldraðra.
Félagsmálaráðherra braut einnig gegn alþjóðlegum skuldbindinum okkar um mannréttindi í sáttmálum um mannréttindi aldraðra. Samkvæmt þeim samningum eiga stjórnvöld að kanna aðrar leiðir áður en þau stíga skref til baka í velferðarmálum.Þetta gerði félagsmálaráðherra ekki. Hann rauk til og skar niður fyrirvaralaust laun lífeyrisþega til þess að spara 4 milljarða á ársgrundvelli en ef hann hefði leitað annarra leiða hefði hann séð,að ríkið " græddi" 4 milljarða vegna aukinnar skerðingar tryggingabóta af völdum meiri fjármagnstekna aldraðra en reiknað hafði verið með. Sem sagt: Niðurskurður lífeyris aldraðra og örykja var óþarfur. Stundum er gott að flýta sér hægt og vera ekki of fljótfær.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.