Icesave: Samningaviðræður að hefjast

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar áttu fund með forsætisráðherra og fjármálaráðherra í gær til að ræða efnisatriði nýrra samningaviðræðna í Icesave-málinu. Fyrirhugaður er annar fundur um helgina og fundur ytra á mánudag.

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar áttu síðdegis í gær fund með formönnum stjórnarflokkanna, til að ræða samningsmarkmiðin í Icesave-viðræðunum. Vonir manna standa til að fundað verði um málið með fulltrúum Breta og Hollendinga á mánudag. Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit veitir nýju samninganefndinni forystu en eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur ekki verið gengið frá skipan þeirra fjögurra eða fimm til viðbótar sem taka munu sæti í nefndinni.

Stjórnarandstaðan á þó von á því að samráð verði haft við hana um skipan þessara manna og að gengið verði frá því í kvöld eða á morgun. Stjórnarandstaðan hefur lagt áherslu á að fleiri sérfræðingar á sviði lögfræði og fjármála verði í nefndinni. Don Johnston mun verða henni til ráðgjafar. Stjórnarandstaðan verður kölluð til fundar við formenn stjórnarflokkanna í dag eða á morgun. Eining er um málið og varð mönnum nokkuð ágengt á fundinum í gær.(ruv.is)

Það er jákvætt að gott samkomulag skuli nú ríkja milli stjórnar og stjórnarandsatöðu um nýjar viðræður um Icesave.Jóhanna forsætisráðherra er bjartsýn á nýjar viðræður og telur von til Þess að þeim ljúki fyriur næstu helgi. Það er vonandi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

frettir@ruv.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband