"Félagshyggjustjórnin" réðist á kjör aldraðra og öryrkja

Það er ekki nóg,að flokkar,sem kenna sig við félagshyggju myndi ríkisstjórn.Þessir flokkar  verða      framkvæma  einhver stefnumál  félagshyggju og  jafnaðar til þess að standa undir nafni.Hefur núverandi ríkisstjórn gert það? Það fer lítið fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ráðist á kjör aldraðra og öryrkja,þ.e. kjör þeirra ,sem minnst mega sín.Það gengur þvert á stefnu félagshyggju og jafnaðar.Enda  þótt ríkisstjórnin lofaði að verja velferðarkerfið hefur hún skorið niður lífeyri almannatrygginga um 4 milljarða á ársgrundvelli.Einnig hefur hún skorið mikið niður í heilbrigðiskerfinu.Þetta eru tvær aðalstoðir velferðarkerfisins. Engin Þörf var á því að skera niður almannatryggingarnar.Það komu í leitirnar 24 milljarðar,sem ekki  hafði verið reiknað með þegar þessi niðurskurður var ákveðinn.Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja var því óÞarfur og er það raunar óskiljanlegt hvers vegna "velferðarstjórn" sker niður lífeyri lífeyrisþega.

Kjósendur mun refsa stjórnarflokkunum fyrir að ráðast á velferðarkerfið. Samfylkingin hefur talað meira um að slá skjaldborg um velferðina.Í síðustu skoðanakönnum,sem Frjáls verslun framkvæmdi, fær  Samfylkingin skell.Hún fær aðeins 22% atkvæða.Samfylkingin getur enn tekið sig á. Hún verður að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband