Nauðungarsölum ekki almennt frestað

Nauðungarsölum verður frestað í sumum tilvikum til að fólk fái tækifæri til að vinna í heildaruppgjöri skulda. Ríkisstjórnin vinnur nú að tillögum þessa efnis. Félagsmálaráðherra segir að ekki standi þó til að fresta nauðungarsölum sérstaklega á meðan beðið er eftir niðurstöðu Hæstaréttar í myntkörfumálinu.

Mikil lagaleg óvissa ríkir nú um myntkörfulán eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudag að gengistryggð lán væru ólögleg.

Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar en Hagsmunasamtök Heimilanna vilja að nauðungarsölum verði frestað á meðan beðið er eftir niðurstöðu Hæstaréttar.

Nú liggja fyrir tæplega tvö þúsund beiðnir um nauðungarsölur frá íbúðalánasjóði en lög sem kveða á um frestun slíkra aðgerða renna út um næstu mánaðamót.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir að það sé ekki alltaf lausn að fresta nauðungarsölu. „Við erum með hugmyndir um farveg til að skapa fólki möguleika til að fá frekari fresti í nauðungarsölum, ef fólk er að vinna í heildaruppgjöri skulda sinna. En eins og ég hef oft áður sagt er ekki endilega þannig að allar nauðungarsölur séu nauðsynlega illar. Það eru auvðitað ákveðin tilvik þar sem fólk þarf að losna undan stöðu."(visir.is)

Ég tel að það ætti að fresta öllum nauðungarsölum vegna myntkörfulána þar til hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm.Auk þess ætti  að framlengja frest á nauðungarsölum almennt.Það hefur gengið svo hægt að leysa skuldavanda heimilanna,að það er það minnsta sem stjórnvöld geta gert að fresta nauðungarsölum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband