Ný samninganefnd skipuð

Fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu funduðu í gærkvöld um samningsmarkmið í nýjum viðræðum við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að skipað hafi verið í samninganefndina en ekki verið greint frá því fyrr en á morgun hverjir það eru. Unnið sé að því að fá fund með Bretum og Hollendingum í byrjun vikunnar en ekki sé hægt að greina frá því hvar eða hvenær sá fundur verður.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru líkur á að fyrsti fundurinn verði haldinn strax á morgun. Þá mun hafa verið ágreiningur um það á fundinum í gær hvort skipa ætti embættismenn eða sérfræðinga með þeim Lee Buchheit og Don Johnston í fimm manna samninganefndina.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband