Jóhanna,Dagur og Guðbjartur á fundi í Iðnó á morgun

Þingflokkur Samfylkingarinnar lagði land undir fót í vikunni og hélt í fundaferð um allt land, þá þriðju á sjö mánuðum. Að þessu sinni voru Kópavogur, Reykjanesbær, Akranes, Húsavík, Eskifjörður, Akureyri, Patreksfjörður, Hveragerði, Hvammstangi, Vestmannaeyjar, Mosfellsbær og Sauðárkrkókur sótt heim.

Lokafundurinn verður haldinn í Reykjavík, í IÐNÓ við Tjörnina, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Dagur B. Eggertsson varaformaður og Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar verða með framsögur.

Almenningur mun sjálfsagt nota tækifærið og leggja spurningar fyrir Jóhönnun,forsætisráðherra en einnig munu margir vilja ræða við Guðbjart um kvótamálið en mörgum finnst hægt ganga að hefja fyrningu aflaheimilda eins og heitið er í stjórnarsáttmálanum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband