Eldri borgarar og verkalýðsfélög snúa bökum saman

Félag eldri borgara í Reykjavík og verkalýðsfélög í höfuðborginni eiga nú í viðræðum  um samstarf í kjaramálum.Er þegar komið samkomulag um visst samstarf milli Félags eldri borgara í Rvk. og VR.En ætlunin er að ræða við fleiri verkalýðsfélög á næstunni og víkka samstarfið  út.Einnig verður rætt við fleiri hagsmunasamstök og þeim boðin aðild að samstarfinu.

Ástæðan fyrir þessu samstarfi eldri borgara og verkalýðsfélaga er sú  að afstaða stjórnvalda til eldri borgara hefur verið mjög neikvæð að undanförnu.Í rauninni hefur afstaða núverandi ríkisstjórnar til eldri borgara verið neikvæðari en afstaða ríkisstjórna íhalds og framsóknar,sem sátu við völd í 12 ár á tímabilinu 1995-2007.Félagsmálaráðherra núverandi ríkisstjórnar hefur algerlega hundsað samtök eldri borgara og stungið undir stól mótmælum samtakanna við kjaraskerðingu.

Það hefði þótt saga til næsta bæjar ef það hefði verið fullyrt fyrirfram,að ríkisstjórn Samfylkingar og VG yrði verri í garð eldri borgara og öryrkja en ríkisstjórnir undir forustu íhaldsins. Menn leiða getum af því hvers vegna þetta sé svo. Ein skýringin er sú,að í stól félagsmálaráðherra hafi valist maður sem sé algerlega ókunnugur almannatryggingum og hafi engan skilning á þeim.Hvort sú skýring er rétt skal ósagt látið en ríkisstjórnin í heild ber ábyrgð á árásinni á kjör lífeyrisþega.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband