Mánudagur, 15. febrúar 2010
Útbúið verður kynningarefni vegna þjóðaratkvæðis
Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið fól Lagastofnun að setja kynninguna saman. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að efninu sé ekki ætlað að reifa ólík sjónarmið um það efni sem kosið verður um. Textinn er ætlaður til notkunar á sérstakri vefsíðu, thjodaratkvaedi.is, sem opnuð verður á næstu dögum og í kynningarbæklingi sem dreift verður um allt land. Miðað er við að dreifingu hans verði lokið um tíu dögum fyrir kjördag.
Á fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun kynntu fulltrúar Lagastofnunar drög að tíu blaðsíðna bæklingi. Þá var einnig tekið við ábendingum frá nefndarmönnum. Lagastofnun hefur fengið til liðs við sig almannatengslafyrirtækið Athygli sem annast hönnun og framsetningu efnisins, bæði á vefnum og í bæklingnum.(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.