Mánudagur, 15. febrúar 2010
Verne Global greiðir helmingi lægra orkuverð en greitt er vestan hafs
Fram kemur hjá Cantrell að þetta verð sé yfir helmingi minna en félagið þyrfti að borga fyrir orkuna vestur í Bandaríkjunum þar sem algengt verð á orku til gagnavera er 10 sent á kílówattstundina. Og í Bretlandi er verðið fimmfalt hærra en á Íslandi eða 20 sent.
Til samanburðar má geta þess að íslenskir garðyrkjubændur greiða nú um 8,5 kr. á kílówattstundina í dreifbýli og 6,5 kr. í þéttbýli. Í þessum tölum er ekki tekið tillit til niðurgreiðslna á dreifingarkostnaði.
Cantrell segir að sökum þess hve raforkuverðið er hagstætt fyrir Verne Global á Íslandi geti félagið boðið komandi viðskiptavinum sínum í Bandaríkjunum þjónustu sína á 30% lægra verði en samkeppnisaðilar þar í landi. Í Bretlandi getur Verne Global boðið viðskiptavinum sínum þjónustuna á 50-60% lægra verði en þarlend gagnaver.
Það eru veruleg tækifæri til sparnaðar hérna," segir Cantrell. Ísland er frábær staður fyrir gagnaver."(visir,.is)
Það er mikil spurning hvort réttlætanlegt er að bjóða svo lágt orkuverö sem hér er gert. Að vísu er mikilvægt að fá ný fyrirtæki inn í landið nú þegar mikið atvinnuleysi er og kreppa.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.