Viðræður um Icesave standa yfir í London.Samkomulag í vikunni?

Ný Icesave-samninganefnd fór til Lundúna í morgun til fundar við Breta og Hollendinga. Þrír af fimm nefndarmönnum komu að eldri samningunum. Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit fer fyrir íslensku nefndinni.

Hann hefur verið hér á landi að undanförnu til skrafs og ráðagerða. Með honum í hinni nýju samninganefnd eru þeir Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður. Sá hefur verið lögmaður Íslands í málum er varða lögmæti neyðarlaganna gagnvart eftirlitsstofnun EFTA. Hann var stjórnvöldum einnig til ráðgjafar á fyrri stigum Icesave-deilunnar. Hann kom því, rétt eins og ráðuneytisstjórarnir tveir, að því að gera eldri samningana við Breta og Hollendinga. Enginn þeirra sat þó í fyrri samninganefndum. Að auki er Lárus Blöndal lögmaður í nýju nefndinni.

Nýja nefndin hefur ekki fengið sérstakt skipunarbréf, eftir því sem fréttastofa RÚV kemst næst, en formlega fer hún til Lundúna í umboði ríkisstjórnarinnar. Tilgangurinn er að kanna hvort raunhæfur möguleiki sé á nýjum samningaviðræðum á grunni þess samkomulags sem forystumenn flokkanna náðu á dögunum.

Reiknað er með nýju samninganefndinni aftur heim eftir tvo til þrjá daga. Þá kemur í ljós hvort nokkur von er um nýja samninga. Þangað til undirbúa stjórnvöld hér fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars.(ruv.is)

Ekkert hefur frétst af fundinum í London enda hvílir mikil  leynd yfir fundinum. En hollenskir embættismenn munu koma  til Londoin og því unnt að ræða við þá þar einnig., Mér segir svo hugur að viðræður séu komnar lengra en gefið hefur verið upp. Íslenskir ráðherrar hafa verið mikið í sambandi við starfsbræður sína í Bretlandi og Hollandi undanfarið. Það mun því sennilega liggja fyrir einhver samningsrammi sem unnt er að ná samkomulagi um en eftir að útfæra smærri atriði.Mér kæmi ekki  óvart þó sambættismenn næðu samkomulagi í vikunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband