Hvers vegna eru ekki eignir kyrrsettar?

Eitt stærsta vandamálið sem þjóðin glímir við í dag er "skuld" okkar vegna Icesave  reikninganna í Bretlandi.Eigendur og stjórnendur Landsbankans létu bankann stofna til þessara reikninga og gættu þess ekki að hafa þetta dótturfyrirtæki,sem hefðu heyrt undir lög í Bretlandi og Hollandi og verið breskir og hollenskir bankar sem íslenska ríkið hefði enga ábyrgð borið á.Þar sýndu eigendur og stjórnendur mikla  óvarkárni.Ég tel,að láta eigi fyrrum eigendur Landsbankans bera ábyrgð á þessu máli. Aðaleigendur voru Björgólfsfeðgar. Björgólfur Guðmundsson mun eignalaus og gjaldþrota en Björgólfur Thor á talsverðar eignir. Það ætti að kyrrsetja þær eignir strax og láta þær renna upp í greiðslu Icesave skulda.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir hafa kverkatak á stjórnvöldum. Það á eftir að koma í ljós hvers eðlis það er.

Finnur Bárðarson, 15.2.2010 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband