Þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Viðræður við Breta og Hollendinga halda áfram
Fundi íslensku Icesave samninganefndarinnar við Breta og Hollendinga er lokið. Fundurinn var gagnlegur, segir Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, og stendur til að halda viðræðum áfram. Hins vegar hafi Bretar og Hollendingar ekki fallist á að taka upp að nýju samningaviðræður um Icesave.
Íslenska samninganefndin reynir að sannfæra Breta og Hollendinga um að taka viðræður upp að nýju. Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu náðu saman eftir marga fundi um markmiðin. Ekki hefur fengist staðfest hver markmið samninganefndarinnar eru.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í hádegisfréttum Rúv, að nefndin hefði samningsumboð fyrir Íslands hönd. Þá gat hann þess einnig að ekki væri útilokað að hætt yrði við þjóðarakvæðagreiðslu um lög um Icesave 6. mars. Alþingi samþykkti þau í lok síðasta árs, en forseti synjaði þeim svo staðfestingar snemma í janúar.
Næsti fundur samninganefndarinnar við Breta og Hollendinga hefur ekki verið settur á dagskrá.(visir.is)
Ljóst er,að Bretar og Hollendingar ætla að verða dýrkeyptir í Icesavemálinu. Þeir hafa enn ekki samþykkt formlegar samningaviðræður en taka þátt í eins konar könnunarviðræðum.Hvað það þýðir er óvíst. Ef til vill vilja þeir ekki hefja formlegar samningaviðræður fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Björgvin Guðmundsson
,
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.