Þriðjudagur, 16. febrúar 2010
Framkvæmdastjórn ESB mælir með aðildarviðræðum við Ísland
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á fundi sínum þann 24. febrúar næstkomandi mæla með því að hafnar verði aðildarviðræður við Íslendinga. Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum.
Í frétt Reuters kemur fram að stjórnvöld á Íslandi hafi sagt að búist væri við að það tæki um 12 - 24 mánuði að ljúka viðræðum.
Það var þann 16. júlí í fyrra sem Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þá að hún teldi líklegt að samningaviðræður hæfust snemma á þessu ári. (visir,ef)
Ef þessar lausafréttir eru réttar má búast við að aðildarviðræður vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB muni hefjast fljótlega.
Það verður til hagsbóta fyrir Íslands.Um leið og viðræður hefjast er auðveldara fyrir Ísland að fá fjárhagsaðstoð hjá ESB vegna efnahagserfiðleika Íslands.Það verður þá einnig auðveldara að fá hraðafgreiðslu á aðild að myntbandalaginu.Sjálfar samningaviðræðurnar verða erfiðar. Ekki kemur til greina að ganga í ESB nema viðunandi samningur náist um sjávarútvegsmálin.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.