Fimmtudagur, 18. febrúar 2010
ESB: Hefjast aðildarviðræður á mánudag
Viðræður embættismanna á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Íslendinga um aðildarumsókn Íslands hefjast fljótlega í Brussel. Michael Mann, talsmaður Evrópusambandsins, vill ekki staðfesta að viðræður hefjist á mánudag. Engin dagsetning hafi verið ákveðin enn.
Allt sem hafi með samskipti Íslands við Evrópusambandið verði tekið með í reikninginn en þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um Icesave sé mál Íslands og hafi ekki áhrif á aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu.(ruv.is)
Útlit er fyrir,að meiri hraði verði í aðildarviðræðum Íslands en búist var við.Óstaðfestar fréttir segja,að viðræður hefjist n.k. mánudag.Það væri mikill hraði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.