Fimmtudagur, 18. febrúar 2010
Indriði H.: Bretar og Hollendingar tilbúnir í breytt vaxtakjör
Indriði H. Þorláksson aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, staðfestir í símaviðtali við Bloomberg fréttastofuna í dag að Bretar og Hollendingar hafi gefið það til kynna að þeir séu reiðubúnir til þess að ræða breytingar á vaxtakjörum Icesave-samninganna.
Þetta rímar við fréttina sem birtist í Financial Times í morgun en blaðið segist hafa heimildir fyrir því að Alistair Darling fjármálaráðherra sé reiðubúinn til að endurskoða skilmála samningsins og þá einkum þá vexti sem lánin eiga að bera.
Financial Times segir tvær leiðir uppi á borði, annars vegar að lánið verði vaxtalaust hluta þess sjö ára tímabils þar sem ekki er gert ráð fyrir afborgunum. Hinsvegar er talað um að vextir verði breytilegir á hluta endurgreiðslutímabilsins en ekki 5.55 prósent eins og núverandi samningur segir til um.
(visir,is)
Björgvin Guðmnundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.