Ráðist fyrst á kjör aldraðra

Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur samþykkt eftirfarandi í kjaramálum:

Kjaranefndin fordæmir þau vinnubrögð núverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og VG að halda þeim hætti fyrri ríkisstjórna að ráðast fyrst á kjör aldraðra  þegar gripið er til efnahagsráðstafana  eins og gert var við lagasetningu í júlí í sumar.Aldrei er jafnmikil þörf  að verja velferðarkerfið eins og á krepputímum  og verður að gera þá lágmarkskröfu til stjórnvalda að við framkvæmd slíkra ráðstafana sé gætt jafnnræðis hvað varðar tímasetningu og íþyngingu slíkra ráðstafana.Með öllu er óþolandi að kjör skjólstæðinga almannatrygginga séu ævinlega efst á blaði,þegar að kjaraskerðingu kemur og síðust,þegar kemur að leiðréttingum.

Tillaga þessi verður lögð fyrir aðalfund FEB n.k. laugardag.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband