Nýr tónn Jóhönnu.Hver samdi ræðuna?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti ræðu á viðskiptaþingi. Þar kvað við nokkuð nýjan tón hjá Jóhönnu og og ekki virtist vera á ferð sú Jóhanna sem við þekktum áður og var kosin i síðustu kosningum.Ljóst er,að einhver annar en hún hefur samið ræðuna. Jóhanna sagði m.a.:

Stærsta áskorun stjórnmálamanna er að standast ágang þrýstihópa og láta heildarhagsmuni ráða för við ráðstöfun fjármuna”, segir í nýjustu skýrslu viðskiptaráðs. Þetta eru orð í tíma töluð þegar við sjáum volduga hagsmunahópa rísa upp á afturlappirnar og gera hróp að stjórnvöldum gegnum auglýsingastofur, fjölmiðla og áróðursherferðir. Þá er vissulega nauðsyn að hafa sterk bein og vonandi fáum við stuðning Viðskiptaráðs til þess að standast áganginn.

Er nú svo komið að Jóhanna biðlar til viðskiptaráðs  um að það ráð aðstoði hana við að standast ásókn(ágang) fólksins í landinu.Ja hérna.Ekki hefði mig grunað að það yrði hlutskipti Jóhönnu að biðja viðskiptaráð að hjálpa henni við að íta fólkinu frá sér.Sennilega hefur Einar Karl samið þessa ræðu eða þá Hrannar.A.m.k hefur Jóhanna ekki samið þetta sjálf.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband