Fyrningarleiðin rædd á Snæfellsnesi

Mikil andstaða er á Snæfellsnesi við fyrningarleið í sjávarútvegi. Það kom skýrt fram á fjölmennum baráttufundi í Ólafsvík í kvöld.

Yfir 300 manns voru á fundinum enda eiga byggðirnar á Snæfellsnesi gríðarlega mikið undir í sjávarútvegi. Tilgangur fundarins var meðal annars að sýna fram á að sjávarútvegurinn snúist ekki eingöngu um margumtalaða sægreifa.

Erla Kristinsdóttir, fiskverkandi á Rifi, segir að sjávarútvegur í svona byggðarlagi snerti alla. Hún haldi að það sé einhugur í byggðarlaginu gegn fyrningarleið. Aðspurð um hvort ekki sé verið að mála skrattann á vegginn með því að halda því fram að verið sé að leggja byggðarlagið í rúst, segist hún ekki geta sagt til um það en að hennar mati sé fyrningarleiðin ekki framkvæmanleg. Lagt var til á fundinum að veiðiheimildir yrðu skilgreindar sem nýtingar- eða afnotaréttur til lengri tíma og samningur gerður um það. Settar yrðu skýrar reglur um hvað megi eignfæra, skuldsetja og veðsetja. Þannig myndi skapast friður fyrir þá sem veiða fiskinn sinn sjálfir.(ruv.is)

Ekki veit ég hvort byggðirnar á Snæfellsnesi  hafa orðið eins mikið fyrir barðinu á kvótakerfinu og sjávarbyggðir annars staðar á landinu. En víða hafa stór útgerðarfyrirtæki keypt upp kvóta í sjávarbyggðum landsins og farið með kvótana í burtu og skilið byggðirnar eftir  kvótalausar  eins og sviðna jörð.Það vill enginn missa neitt sem hann hefur. En fyrningarleiðin gengur ekki út á það að svipta útgerðarmenn veiðiheimildum varanlega. Hún gengur út á það að innkalla veiðiheimildir og úthluta þeim á ný gegn hóflegu gjaldi.Að sjálfsögðu munu þeir,sem eru í útgerð, fá veiðiheimildir á ný en auk þess munu nýir aðilar fá veiðiheimildir.Einhverjir fá þess vegna minna en áður. En það verður að opna greinina.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband