Aðalfundur eldri borgara mótmælir kjaraskerðingu

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík,sem haldinn var í dag,mótmælti kjaraskerðingu þeirri,sem eldri borgarar urðu fyrir 1.,júlí sl. Þar segir svoi m.a.:Aðalfundurinn mótmælir því, að öldruðum skuli fyrirvaralaust hafa verið gert að taka á sig launalækkun frá 1.,júlí sl. á sama tíma og laun launþega á vinnumarkaði,sem eru með laun undir 220 þús. á mánuði héldust óbreytt eða hækkuðu samkvæmt samningum og fengu aðra umsamda hækkun 1.nóv, Hingað til hefur verið viðurkennd venja,að kjör aldraðra tækju mið af hækkun lægstu taxta eða almennri launaþróun.Boðuð launalækkun ríkisstarfsmanna er ekki sambærileg við launalækkun eldri borgara og óvíst hvort eða hvenær hún kemur til framkvæmda.Hér eru jafnræðissjónarmið þverbrotin og enn stefnt að gliðnun milli kjara launafólks og eftirlaunafólks.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband