Nýtt tiloboð komið frá Hollandi

Samninganefnd Íslands í Icesave viðræðunum við Breta og Hollendinga fer þessa stundina yfir gagntilboð sem barst fyrir stuttu frá Hollandi. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort um sameiginlegt gagntilboð þjóðanna er að ræða. Reiknað er með að forystumenn stjórnmálaflokkanna komi saman til fundar síðar í dag til að ræða tilboðið.

Stjórnarkreppan í Hollandi gæti flækt stöðu Icesave málanna, en reiknað er með að mynduð verði starfsstjórn fram að kosningum í vor, eftir útgöngu Verkamannaflokksins úr stjórninni í nótt. Wouter Bos fjármálaráðherra er leiðtogi Verkamannaflokksins og hefur sá flokkur verið hvað jákvæðastur gagnvart samningum við Íslendinga. Samkvæmt könnunum mun hann og Kristilegir demókratar aftur á móti tapa miklu fylgi yrði kosið nú, en Frjálslyndi flokkurinn undir formennsku Geelt Widers vinna á. Widers hefur viljað beita Íslendinga meiri hörku en ríkisstjórnin og jafnvel talað fyrir því að þeir ættu að greiða alla Icesave skuldina.
(visir,is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband