Frumvarp um ívilnanir til stóriðjufyrirtækja

Samningar sem veita ákveðnum fjárfestum afslátt af opinberum gjöldum heyra sögunni til verði frumvarp iðnaðarráðherra að lögum. Löggjöfin á meðal annars að taka á því hvaða opinberu ívilnanir stóriðjuver eða gagnaver fá.

Deilur hafa jafnan sprottið upp þegar ný stórfyrirtæki hafa komið til sögunnar hér á landi og fengið einhvers konar ívilnanir af hálfu stjórnvalda. Það geta verið skattafslættir, tímabundnir eða sértækir, ákveðnir með lögum frá Alþingi í hverju tilviki fyrir sig.

Einnig hafa verið ásakanir um að raforkuverð sé hluti slíkra ívilnana, sem og ýmis gjöld sem gefin séu eftir, en almenn fyrirtæki í landinu þurfi að greiða. Nú boðar iðnaðarráðherra að sett verði löggjöf sem nái utan um allar ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi, og komi í stað hinna sértæku fjárfestingarsamninga sem tíðkast hafa.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra segir að núverandi ferli sé ógagnsætt og þunglamalegt. Fyrir samkeppnishæfi landsins væri skynsamlegra að láta það liggja fyrir hvaða ívilnanir séu í boði á fyrstu árum fyrirtækja hér á landi. Iðnaðarráðherra segist hafa kynnt málið á Alþingi. Málið sé komið í lokabúning og það verði kynnt ríkisstjórn á næstu dögum í frumvarpsformi.(ruv,is)

Mér líst vel á þessa breytingu.Það er mikið eðlilegra að það liggi fyrir í lögum hvaða  ívilnanir eru í boði í stað þess að það sé geðþóttaákvörðun hverju sinni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband