Sunnudagur, 21. febrúar 2010
Þurfum að taka okkur hin Norðurlöndin til fyrirmyndar í velferðarmálum
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík,sem haldinn var í gær,samþykkti eftirfarandi:
Aðalfundur FEB varar eindregið við þeirri stefnubreytingu,sem varð í tíð fyrri ríkisstjórna en núverandi ríkisstjórn hefur ótrauð fram haldið að einskorða bætur almannatrygginga einvörðungu við þá sem verst eru settir í samfélaginu.Með því er endanlega horfið frá því tryggingarhugtaki,sem er hornsteinn velferðarkerfisins og snúið inn á braut opinberrar framnfærslu,sem höfundar kerfisins vildu forðast í öndverðu. Velferðarkerfi,sem er svelt og rúið með þessum hætti gengur þvert á það yfirlýsta markmið ríkisstjórnarinnar að skapa norrænt velferðarsamfélag á Íslandi.
Unnar Stefánssoin viðskiptafræðingur er formaður Félags eldri borgara í Rvk.
Þegar almannatryggingar voru lögfestar 1946 lýsti þáverandi ríkisstjórn því yfir,að tryggingarnar ættu að ná til allra stétta án tillits til efnahags og að þær ættu að vera svo öflugar að þær yrðu í fremstu röð slíkra tryggiunga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.