Sunnudagur, 21. febrúar 2010
Ármann felldi Gunnar Birgisson
Ármann Kr. Ólafsson sigraði prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi sem fram fór í gær vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Hann hlaut 1677 atkvæði í 1. sæti eða 52,5% greiddra atkvæða. Hildur Dungal hreppti annað sætið, en Gunnar Birgisson fyrrverandi bæjarstjóri hafnaði í því þriðja.
Alls kusu 3.337 en 5.998 voru á kjörskrá sem þýðir 56% kjörsókn. Gild atkvæði voru 3.197, en 140 atkvæði voru auð eða ógild.
Röð efstu 7 var sem hér segir.
Ármann Kr. Ólafsson með 1.677 atkvæði í 1. sæti (52,5%)
Hildur Dungal með 1.668 atkvæði í 1.-2. sæti (52,2%)
Gunnar I. Birgisson með 1.366 atkvæði í 1.-3. sæti (42,7%)
Margrét Björnsdóttir með 1.329 atkvæði í 1.-4. sæti (41,6%)(visir.is)
Það kemur ekki á óvart,að Ármann Kr, Ólafsson skyldi fella Gunnar Birgisson. Gunnar var búinn að vera lengi leiðtogi Sjálfstæðismanna í Kópavogi en lenti í mjög umdeildum málum á kjörtímabilinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.