Sunnudagur, 21. febrúar 2010
Eru bankarnir of linir við útrásarvíkinga?
Egill Helgason ræddi um útrásarvíkinga og það hvort þeir ættu að fá að vera áfram í atvinnurekstri og hvort bankarnir ættu að afhenda þeim atvinnufyrirtækin ný.Meðal viðmælenda hans var Guðfriður Lilja VG. Hún taldi að setja þyrfti reglur sem myndu torvelda útrásarvíkingum að fá fyrirtæki sín á ný.Hér er um mjög flókið og vandasamt mál að ræða.Vandséð er hvernig bankarnir geta útilokað menn frá atvinnurekstri,sem ekki hafa verið dæmdir.Að vísu geta bankarnir verið með strangar reglur um afskriftir skulda fyrirtækja og þær reglur þyrftu að vera gagnsæjar og eins fyrir alla í fyrirtækjarekstri.Mér virðist Arion banki hafa farið eðlilega leið í máli Haga. Fyrirtækið verður sett á markað og allir geta því keypt hlutabréf í því. Jóhannes Jónsson stofnandi Bónus fær að kaupa 10% hlut.Það sýnist eðlilegt þar eð þekking hans er nauðsynleg fyrir rekstur fyrirtækisins.Jóhannes var ekki sjálfur í neinni útrás,heldur sonur hans og Jóhannes er ekki grunaður um nein afbrot,sem tengjast útrásinni.Öðru máli gegnir með Samskip Ólafs Ólafsssonar. Ólafur er grunaður um markaðsmisnotkun og því hefði komið til álita að bíða með að afhenda honum Samskip þar til dæmt hefði verið í máli hans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.