Sunnudagur, 21. febrúar 2010
Skuldir heimilanna nema 1800 milljörðum
Skuldastaða íslenskra heimila er töluvert þyngri en hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Þetta kemur fram í skýrslu um greiðslugetu heimilanna sem Kjartan Broddi Bragason hagfræðingur, vann fyrir Neytendasamtökin. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að heildarskuldir heimilinna nemi tæpum 1800 milljörðum króna.
Sérstök athygli er vakin á því að hvað tekjulægstu hóparnir bera mikla byrði af heildarskuldunum. Skuldir þriggja tekjulægstu hópanna nema tæplega 45% af heildarskuldunum.
Að minnsta kosti 20 - 30% heimila eru í verulegum skulda eða greiðsluvandræðum. Fjöldi einstaklinga á bak við þær tölur geti hæglega legið á bilinu 50 - 70 þúsund. Sé þetta mat rétt megi gera ráð fyrir að nauðungarsölum fjölgi umtalsvert á komandi mánuðum.
(ruv.is)
Það vek ur athygli,að tekjulægstu hóparnir bera mikinn hluta skuldanna.Skuldir þriggja tekjulægstu hópanna nema 45% af heildarskuldunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.