Mánudagur, 22. febrúar 2010
Unnið að sóknaráætlun til eflingar atvinnulífs
Fjallað var um þingsályktunartillögu um sóknaráætlun til eflingar atvinnulífs, sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mælti fyrir á Alþingi. Áætlunin hefur það markmið að Ísland verði í fararbroddi í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum. Sóknaráætlun felur í sér áform um fjárfestingar í mannauði og nauðsynlegum innviðum efnahagslífsins, tryggja þarf að uppbygging samfélags og atvinnulífs taki mið af báðum kynjum. Nú þegar hafa margir kynningarfundir verið haldnir um land allt, þar sem koma saman sérfræðingar og fulltrúar hagsmunasamtaka og stjórnsýslu ásamt einstaklingum úr viðkomandi landshlutum. Valið á þeim fer fram með úrtaki úr þjóðskrá. Fundaferðinni lýkur 30. mars. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík og varaformaður flokksins hefur leitt vinnu vegna mótunar Sóknaráætlunarinnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.