Ekkert gagntilboð. Kursteislegt svar

Fundi stjórnar og stjórnarandstöðu í forsætisráðuneytinu er nýlokið en þar kom fram að gagntilboð yrði ekki sent til Breta og Hollendinga að sinni. Aftur á móti hafi formenn flokkanna fallist á að senda kurteisilegt svar til baka þar sem vilji Íslendinga til þess að senda samninganefndina aftur út er reifaður.

Bæði stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan er sammála um að nýtt tilboð er ekki ásættanlegt. Það þurfi meira til.

Það voru þau Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Guðlaugsson og Birgitta Jónsdóttir sem tjáðu sig við fjölmiðla fyrir utan forsætisráðuneytið. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra auk Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, yfirgáfu ráðuneytið bakdyramegin og gáfu ekki færi á sér.(visir.,is)

Ljóst er,að ekki hefur náðst samkomulag milli stjórnar og stjórnarandstöðu um gagntilboð og þess

vegna látið duga að senda kurteislegt svar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband