Mánudagur, 22. febrúar 2010
Vel sóttur fundur 60+
60+ og Samfylkingin héldu fund á Grand Hótel á laugardaginn var. Fundurinn var sérstaklega hugsaður til fræðslu og upplýsinga fyrir eldri borgara, um stöðu þeirra og réttindi á krepputímum.
Fundurinn var mjög vel sóttur og góður rómur gerður að þessu framtaki 60+. Frummælendur voru Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, sem fór yfir stöðu eldri borgara og þær Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar og Margrét Jónsdóttir, deildarstjóri lífeyrsisdeildar á réttindasviði Tryggingastofnunar sem fjölluðu um lífeyrisréttindi eldri borgara. Árni Gunnarsson formaður 60+ stjórnaði fundinum.
Eftir fundinn settust starfsmenn Tryggingastofnunar hjá fundargestum og svöruðu persónulegum spurningum fundarmanna og mæltist það mjög vel fyrir
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.