Heimilt verður að kyrrsetja eignir,sem eru í skattrannsókn

Stjórnarfrumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að heimilt verði að kyrrsetja eignir aðila sem eru í skattrannsókn. Um er að ræða breytingar sem á að gera á lögum um tekjuskatt.

 

Í greinargerð með frumvarpinu segir um fyrstu grein þess að þar er lagt til að heimilt verði að kyrrsetja eignir aðila sem eru til rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Mál er sæta rannsókn vegna gruns um brot gegn skattalögum eru oft afar vandmeðfarin og taka auk þess eðli máls samkvæmt mun lengri tíma en venjulegar skattákvarðanir.

 

Vegna langs rannsóknartíma getur verið hætta á að eignum sé komið undan enda er skattaðilum oftast ljóst þegar við upphaf rannsóknar að til endurákvörðunar opinberra gjalda muni koma og að lögbundnum fésektum verði beitt. Það er því mikilvægt að tryggt sé að þeir aðilar sem eru til rannsóknar geti ekki með skipulegum hætti komið eignum undan og er ákvæðinu ætlað að koma í veg fyrir það.

 

 

Með ákvæðinu er greiðsla í ríkissjóð vegna yfirvofandi skattkrafna ríkisins og fésektarkrafna mun betur tryggð. Gert er ráð fyrir að heimilt sé að beita kyrrsetningu gagnvart skattaðilanum sjálfum og öðrum þeim er bera ábyrgð á skattgreiðslum hans ...sem og öðrum þeim er grunur um refsiverða háttsemi beinist að og kann þar af leiðandi að verða gert að greiða fésekt vegna refsiverðra brota.

Lagt er til að tollstjóri annist rekstur mála vegna kyrrsetningarkröfu að undangenginni sérstakri tilkynningu skattrannsóknarstjóra ríkisins til tollstjóra. Lagt er til að almennar reglur um kyrrsetningu fjármuna gildi um kyrrsetningu samkvæmt greininni eftir því sem við á, en þar er einkum vísað til um kyrrsetningu, lögbann o.fl.

 

Þá er lagt til að ráðstafanir samkvæmt greininni falli niður um leið og ljóst er að rannsókn skattrannsóknarstjóra muni ekki leiða til hækkunar á sköttum eða fésekt. Að sama skapi getur skattaðili fengið kyrrsetningarráðstafanir felldar brott með því að inna af hendi greiðslur sem kyrrsetningu er ætlað að tryggja. (visir,is)

Það er fagnaðarefni að setja eigi í lög að kyrrsetja megi eignir,sem eru í skattrannsókn. En það þarf að ganga lengra og heimila slíka kyrrsetningu hjá þeim sem grunaðir eru um markaðsmisnotkun og brot á lögum.

 

Björgvin Guðmundsson




 

  •  
    •  

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband