Ólafur Ólafsson heiðursfélagi Félags eldri borgara

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík sl. laugardag var samþykkt að gera Ólaf Ólafsson fyrr verandi formann félagsins og fyrrverandi formann Landsambands eldri borgara að heiðursfélaga.Það er vel til fallið.Ólafur var mikill baráttumaður fyrir málefnum eldri borgaraiog hann vann mjög vel fyrir bæði samtökin,FEB og LEB.Það hefur ekki komið fram eins góður og skeleggur baráttumaður fyrir þessum málefnum síðan.

Satt best að segja þyrfti að vera mikið meiri kraftur í samtökum eldri borgara í dag.Þegar  stjórnvöld eru að rýra kjör eldri borgara hvað eftir annað eins og gerist í dag geta samtök eldri borgara ekki setið hjá aðgerðarlaus.Þau hafa gert ályktanir og mótmælt. En það er ekki nóg. Það þarf að fara nýjar leiðir í baráttunni og koma stjórnvöldum í skilning um að árás á kjör  lífeyrisþega verður ekki liðin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband