Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Tilboðið:Engir vextir í 2 ár.Síðan sömu lánskjör og á norrænu lánunum
Fundi forystumanna stjórnmálaflokkanna lauk upp úr klukkan hálftvö og vísuðu þeir á Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra hvað varðar innihald svarbréfsins enda er hann sá eini sem undir það skrifar. Hann hins vegar vildi ekki greina frá því nákvæmlega efnislega þegar hann talaði við fréttamenn:
Við auðvitað fögnum þeirri hreyfingu sem er á málinu og því sem í þeirra tilboði er fólgið, en við teljum að það þurfi að ræða önnur atriði frekar og vonumst til að framhald verði á.
Samkvæmd hollenskum heimildum felur tilboð Breta og Hollendinga í sér að engir vextir verða greiddir af lánum ríkjanna til Íslands fyrir árin tvö þúsund og níu til tvö þúsund og tíu. Áætlaðar vaxtagreiðslur fyrir þessi tvö ár samkvæmt Icesave samningnum nema sextíu til sjötíu milljörðum króna.
Að öðru leyti felur tilboðið í sér að lánskjörin verði hin sömu og á lánum Norrænu ríkjanna til Íslands, sem samið var um í tengslum við samstarfsáætlun Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þau munu vera 2,75 prósent vextir ofan á breytilega vexti.
Steingrímur vill ekki staðfesta innihald tilboðsins.
Við höfum ekki staðfest nákvæmlega hvað í þeirra tilboði er fólgið, en það tekur niður fjármagnskostnaðinn og greiðslubyrði umtalsvert.(ruv.is)
Eins og Steingrímur segir felur nýja tilboðið í sér umtalsvert lægri fjármagnskostnað en það eldra. Spurning er hvort lengra verði komist með Breta og Hollendinga. Það er engan veginn víst.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.