Mikið af gjaldþrotum framundan

Ætla má að allt að 72 þúsund Íslendingar, og jafnvel fleiri, séu í það miklum skuldavandræðum að þeir fram á gjaldþrot á næstu mánuðum og misserum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Mælt var fyrir ríkisstjórnarfrumvarpi um þriggja mánaða frestun nauðungaruppboða á Alþingi í dag.

Ríkisstjórnin vill gefa skuldurum kost á því að nýta tímafrestinn til að ná tökum á greiðsluvanda sínum. En úrræðin sem eru í boði eru ekki nægilega markviss að mati Kjartans Brodda Bragasonar, hagfræðings. Hann segir í skýrslu sem hann vann fyrir Neytendasamtökin, að meira en helmingur skulda heimilanna tilheyri Íbúðalánasjóði, sparisjóðakerfinu, eignaleigufyrirtækjum og lífeyrissjóðunum. Þessum stofnunum beri að finna leiðir til að lækka skuldir fólks, sérstaklega þeirra heimila sem hafa undir 350 þúsund krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur.

Kjartan Broddi segir að allt að þrjátíu af hverjum eitthundrað heimilum á Íslandi séu í verulegum greiðsluvandræðum. Hætta sé á að stór hluti þessara skuldsettu lágtekjuheimila stefni í greiðsluþrot.

Í skýrslunni segir að allt bendi til þess að skuldastaða íslenskra heimila sé töluvert þyngri en hjá flestum ef ekki öllum þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Það sé líklega óþekkt í öðru vestrænu ríki að þau heimili sem hafa hvað lægstar rástöfunartekjur beri tæplega helming heildarskulda heimilanna.(visir.is)

Ríkisstjórnin verður strax að taka betur á skuldavanda heimilanna en gert hefur verið til þessa.Ekki er unnt að horfa aðgerðarlaus á það að  30% heimilanna í landinu fari í þrot.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband