Séreignalífeyrir skerðir ekki tryggingabætur en tekjur úr lífeyrissjóði gera það!

Núverandi rikisstjórn hefur aukið tekjutengingar í tryggingakerfinu og nú er svo komið að tekjur úr lífeyrissjóði skerða grunnlífeyri frá almannatryggingum. Það hefur ekki gerst áður.Hins vegar skerðir úttekt séreignalífeyrissparnaðar ekki tryggingabætur. Hvernig má það vera að séreignalífeyrissparnaði sé gert hærra undir höfði en lögbundnum lífeyrissparnaði.En það hefur gerst. Það er verið að refsa launafólki fyrir að leggja fyrir í lífeyrissjóði til efri ára en þeim er umbunað sem leggja fyrir í frjálsan ólögbundin séreignalífeyrissparnað.Hér er ofugt farið að.Auðvitað á að afnema skerðingar tryggingabóta vegna tekna úr lögbundnum lífeyrissjóðum.Slík leiðrétting þolir enga bið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög auðskilið fyrir venjulegan almúa.  Það sem félagshyggjustjórnin er að gera er að vera með "stórgáfan" félagsmálaráðherra, sem skilur þetta ekki, þess vegna er þetta komið í þennan farveg.

Baldur B.M.

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband