Verðbólgan 7,3%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,0%.Þetta er nokkur hækkun á ársverðbólgunni frá síðasta mánuði er hún mældist 6,6%

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,3% sem jafngildir 5,4% verðbólgu á ári (8,2% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

 

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í febrúar 2010 er 360,9 stig og hækkaði um 1,15% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 342,4 stig og hækkaði hún um 1,33% frá janúar.

Vetrarútsölum er að ljúka og hækkaði verð á húsgögnum, heimilistækjum o.fl. um 4,8% (0,37%). Verð á fötum og skóm hækkaði um 3,9% (vísitöluáhrif 0,22%).

 

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í febrúar 2010, sem er 360,9 stig gildir til verðtryggingar í apríl 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.126 stig fyrir apríl 2010.(visir,is)

Það er slæmt,að verðbólgan skuli hafa aukist örlítið á ný.Vonir stóðu til,að verðbólgan   mundi halda áfram að lækka.Því er spáð,að verðbólgan muni lækka ört seinni hluta ársins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband