40-50 hafa réttarstöðu sakbornings

170 manns hafa farið í skýrslutöku hjá embætti sérstaks saksóknara, þar af eru 40 til 50 með réttarstöðu sakbornings. Mikil óvissa er enn um fjölda mála sem embættið mun taka á.

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar spurði dómsmála- og mannréttindaráðherra um rannsókn sérstaks saksóknara á Alþingi í dag, hvað rannsókn hans liði og hve margir hefðu fengið stöðu grunaðra.

Fram kom í máli Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra að 60 mál hafa verið tekin til rannsóknar en 17 verið vísað frá. Fimmtíu húsleitir hafi farið fram, 170 manns hafi komið í skýrslutöku og þar af hafi 40 til 50 réttarstöðu sakbornings. Hún tók fram að enn ríki mikil óvissa um fjölda mála og hvenær rannsókn ljúki.

Fjórir starfsmenn unnu hjá embættinu í byrjun fyrir rúmu ári, nú vinna þar 25 manns ásamt sjö erlendum sérfræðingum og samvinnu við aðrar stofnanir. Ragna sagði það skyldu ríkisvaldsins að búa vel að rannsókninni. Að rannsókninni verði sinnt af árvekni, heiðarleika og dugnaði. Þannig geti rannsóknin farið fram fái hún nægilegt fjármagn og tæki til að geta sinn sínum störfum. (ruv.is)

Ljóst er,að sérstakur saksóknari hefur haft mikið að gera úr því að 170 manns hafa verið yfirheyrðir.En undarlegt er það,að enginn skuli hafa verið ákærður enn. Og enda þótt margir séu grunaðir hafa eignir ekki verið kyrrsettar hjá neinum þeirra.Er ekki kominn tími til þess að láta til skarar skríða í því efni?

 

Björgvin Guðmundssoin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband