92 fyrirtæki gjaldþota í janúar

Í janúar 2010 voru skráð 157 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 223 einkahlutafélög í janúar 2009, sem jafngildir tæplega 30% fækkun milli ára.  Einnig voru skráð 96 samlagsfélög (slf) í janúar sem er svipaður fjöldi og skráður var allt árið 2009 þegar 97 samlagsfélög voru skráð. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum en flest samlagsfélög voru skráð í Heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Í janúar 2010 voru 92 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 73 fyrirtæki í janúar 2009, sem jafngildir rúmlega 26% fjölgun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti mánaðarlegar tölur yfir nýskráningar fyrirtækja og félaga eftir rekstrarformi og bálkum atvinnugreina. Mánaðarlegar tölur yfir nýskráningar ná aftur til janúar 2008 og munu framvegis uppfærast mánaðarlega samhliða uppfærslu á tölum yfir gjaldþrot fyrirtækja.
(heimasíða Hagstofu)

Það kemur ekki á óvart,að flest gjaldsþrot hafi orðið í byggingarstarfasemi. Sú grein hefur bókstaflega hrunið.Ástandið í atvinnulífinu er mjög slæmt og mun ekki lagast fyrr en vextir lækka verulega og bankarnir fara að starfa eins og alvörubankar og lána  atvinnufyrirtækjunum  í stað þess að geyma peningana í Seðlabankanum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband