Samningafundur í London í dag um Icesave

Fundur samninganefnda Íslendinga, Breta og Hollendinga um Icesave hófst kl. 15 í dag. Þar kemur í ljós hvort Bretar og Hollendingar vilja ganga lengra en í síðasta tilboði.

Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra barst í fyrrakvöld stutt bréf frá Paul Myners, bankamálaráðherra Bretlands. Hann svaraði því síðdegis í gær. Steingrímur segir að bréf Myners hafi ekki verið neikvætt. Gagntilboð Breta og Hollendinga hafi verið stórt skref í rétta átt í deilunni - en íslenska samninganefndin vilji nú ræða ýmislegt sem sem þurfi að ganga betur frá.(ruv.is)

 

Það er jákvætt,að fundur skuli hafinn milli samninganefnda í London.Ekki var  víst,að unnt yrði að koma á samningafundi en það tókst. Spurning er hvort árangur næst strax í dag eða hvort fleiri fundi þarf til þess. Vonandi næst samkomulag fyrir helgi.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband