Jóhannes á að fá að halda Bónus

Miklar umræður eru nú um það hvort Jóhannes í Bónus eigi að fá að kaupa 10% í Högum eins og Arion banki hefur ákveðið jafnframt því sem Hagar verði settir á hlutabréfamarkað.Ég tel þetta eðlilega lausn. Hún þýðir að almenningur getur keypt hlutabréf í þessu góða fyrirtæki sem gert hefur meira til þess að lækka vörurverð í landinu en nokkur önnur verslun.Síðan á starfsfólk HAGA að fá að kaupa 5%. Það er einnig eðlilegt.Jóhannes verður áfram stjórnarformaður en Arion telur mikilvægt að Hagar njóti forustu hans áfram. Ég er sammála því. Jóhannes hefur ekkert gert af sér og á því að eiga möguleika á því að veita Högum forustu áfram. Hann er ekki grunaður um neitt fjármálamisferli.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband