Ekkert samkomulag í dag

Bretar og Hollendingar lýsa yfir miklum vonbrigðum með að samningaviðræður við Íslendinga vegna Icesave-deilunnar, hafi farið út um þúfur.

 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksinsing, segir tilboð Breta og Hollendinga ekki hafa verið nógu gott til að landa samningum, og hvetur þjóðina til að fella núgildandi Icesave-samning í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samningaviðræður Íslendinga við Hollendinga og Breta sigldu í strand í dag, og engin nýr fundur samninganefndanna er fyrirhugaður. Bloomberg-fréttaveitan fullyrðir að íslenska samninganefndin hafi gengið út af fundi ríkjanna í dag, eftir að ljóst varð að samkomulagi yrði ekki náð. Bresk og hollensk stjórnvöld lýsa yfir miklum vonbrigðum með að samningaviðræður ríkjanna hafi farið út um þúfur. Talsmaður hollensku ríkisstjórnarinnar, segir að hollendingar séu mjög vonsviknir með, að þrátt fyrir átján mánaða samningaviðræður,  séu Íslendingar ekki enn tilbúnir að samþykkja besta tilboðið til lausnar deilunni.

Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra að hann hafi vonast til þess að sameiginleg niðurstaða um bætt kjör í Icesave-málinu næðist. Það hafi enn ekki tekist. Báðir aðildar lögðu fram uppbyggilegar tillögur en enn greinir þjóðirnar töluvert á. Ríkisstjórnin ræði við íslensku samningamennina þegar þeir koma aftur til landsins.(ruv.is)

Það er slæmt,að ekki skyldi nást samkomulag í dag. Það þýðir sennilega að ekki næst samkomulag fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

Icesave | Innlendar fréttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband